Liam Killa í Hamar

Hamarsmenn hafa fengið góðan liðsstyrk fyrir baráttuna í 4. deild karla í knattspyrnu næsta sumar en Liam Killa hefur skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Liam hefur leikið með Ægismönnum í 2. deildinni undanfarin þrjú sumur og hefur verið lykilmaður á miðjunni hjá Þorlákshafnarliðinu. Þar áður lék hann með Magna á Grenivík í 3. deildinni.

Liam, sem er búsettur í Hveragerði, mun einnig koma að þjálfun yngri flokka félagsins.

Við sama tilefni framlengdi Ólafur Hlynur Guðmarsson þjálfarasamning sinn til tveggja ára en undir hans stjórn urðu Hamarsmenn í 13.-16. sæti 4. deildar karla í sumar.

Fyrri greinNý bók frá Jóni Hjartarsyni
Næsta greinFramkvæmdir hafnar í Laugarvatnsskógi