Liam Killa í Ægi

Ægismenn hafa samið við Walesverjann Liam Killa og mun hann leika með liðinu í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar.

Liam er varnarmaður en hann lék með Magna Grenivík síðastliðið sumar og var besti leikmaður liðsins.

Ægismenn fóru upp úr 3. deildinni í fyrra eftir sigur á Magna í undanúrslitunum.

Á fotbolti.net kemur einnig fram að Ægismenn hafi samið við Aco Pandurevic og Ivan Razumovis um að þeir muni leika með liðinu í sumar líkt og í fyrra.

Fyrri greinEkki hægt að tengja alla á þessu ári
Næsta greinFjóla sigraði í tveimur hlaupum