Lið Selfoss dró sig úr keppni

Allt keppnislið Umf. Selfoss dró sig úr keppni á Íslandsmótinu í taekwodo á laugardag eftir að hluta liðsmanna Selfoss var meinað að keppa á mótinu.

Forsaga málsins er sú að níu keppendur Bardagaklúbbs Reykjavíkur (BR) gengu í raðir Selfoss fyrir mótið þar sem BR hafði ekki tilskilin leyfi til að keppa á mótinu.

Þegar á mótsstað var komið var þeim tilkynnt að þau mættu ekki keppa undir merkjum Selfoss þar sem a.m.k. 30 dagar þurfa að líða frá félagaskiptum þar til keppnisleyfi fæst.

Mikil óánægja var með þessa ákvörðun og fór svo að lið Selfoss dró sig úr mótinu en alls voru 24 Selfyssingar skráðir á mótið.

Meðal þeirra níu sem vísað var frá mótinu upphaflega voru þrír Norðurlandameistarar í greininni, m.a. Meisam Rafiei, þjálfari Selfossliðsins.

Fyrri greinAtli segir sig úr Vg
Næsta greinÞrír Íslandsmeistarar frá Selfossi