Léttur sigur hjá KFR

Knattspyrnufélag Rangæinga vann öruggan sigur í uppgjöri botnliðanna í Lengjubikar karla í dag. KFR lagði Augnablik 4-0.

Rangæingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum og í fyrri hálfleik náðu Hjörvar Sigurðsson og Reynir Björgvinsson að skora. Staðan var 2-0 í hálfleik.

Þeir félagar léku síðan sama leikinn í síðari hálfleik, Reynir skoraði á undan en Hjörvar innsiglaði öruggan sigur Rangæinga með marki úr vítaspyrnu undir lokin.

KFR lauk keppni í 4. sæti með 3 stig en Augnablik er stigalaust á botninum.

Fyrri greinJón Örn og Haukur sigruðu
Næsta greinStutt í hrauntunguna