Léttleikinn í fyrirrúmi á Kastþraut Óla Guðmunds

Hin árlega Kastþraut Óla Guðmunds fór fram með pompi og prakt föstudaginn 8. september síðastliðinn í sautjánda sinn. Að þessu sinni tóku þátt sjö karlar og sjö konur.

Í karlaflokki sigraði Jón Bjarni Bragason Breiðabliki með 2908 stig í öðru sæti með 2777 stig varð gestgjafinn sjálfur Ólafur Guðmundsson Selfossi og Stefán Ragnar Jónsson Breiðabliki númer þrjú með 2488 stig. Kvennamegin vann Hildur Helga Einarsdóttir Selfoss með 2478 stig, Þuríður Ingvarsdóttir móðir Hildar varð önnur með 1913 stig og Ágústa Tryggvadóttirnr þriðja, með 1746 stig en þær eru allar frá Selfossi.

Kaffi í boði Óla Guðmunds og Írisar Önnu var í Tíbrá að lokinni keppni. Veittir voru verðlaunapeningar fyrir fyrstu þrjú sætin og verðlaunafarandgripir sem gefnir voru af Bros gjafaveri og Guðmundi Kr. Jónssyni og Láru Ólafsdóttur. Það má segja að kastþrautin sé formlegur endir á sumarkeppnistímabilinu á hverju sumri þar sem húmorinn og léttleikinn er í fyrirrúmi. Að lokum er starfsmönnum mótsins þakkað sérstaklega fyrir þeirra þátt en eðli málisins samkvæmt gæti mótið ekki farið fram án þeirra.

Fyrri greinTap í opnunarleik Olís-deildarinnar
Næsta greinTveir fluttir með þyrlu á sjúkrahús