Lengsta keppnin til þessa

Um páskana verður haldin lengsta hundasleðakeppni sem fram hefur farið hér á landi þegar keppt verður í um 150 kílómetra löngu hlaupi á Kili.

Farið verður frá Bláfellshálsi inn að Hveravöllum, um 75 kílómetra leið, gist eina nótt og farið til baka daginn eftir.

Keppendur verða með sex hunda við sleðann og er ætlað að tíu keppendur taki þátt. Farið verður af stað kl. 10 á föstudaginn langa. Hlaupið miðast við að snjór verði á leiðinni.

Að keppni lokinni verður verðlaunaafhending á Hótel Geysi sem er meðal styrktaraðila keppninnar.

Fyrri greinSmári efstur á lista Pírata
Næsta greinSelfyssingar steinlágu gegn Fram