Lengjubikarinn: Selfoss á sigurbraut – Ægir steinlá aftur

Hrvoje Tokic skoraði af punktinum. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Selfoss vann öruggan sigur á Elliða í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu í dag á meðan Ægir tapaði fyrir Kórdrengjum.

Selfoss mætti Elliða á Fylkisvelli og þar kom Hrvoje Tokic þeim vínrauðu yfir á 13. mínútu og staðan var 0-1 í hálfleik. Selfyssingar bættu svo við tveimur mörkum undir lok leiks, fyrst var Tokic á ferðinni úr vítaspyrnu og síðan innsiglaði Ingi Rafn Ingibergsson 0-3 sigur á 84. mínútu.

Ægir tók á móti Kórdrengjum á Varmárvelli í Mosfellsbæ. Kórdrengir komust í 0-3 í fyrri hálfleik og bættu svo við öðrum þremur mörkum í seinni hálfleik og lokatölur urðu 0-6.

Selfoss er í toppsæti riðils 3 í B-deildinni með 6 stig eftir tvo leiki en Ægir er á botninum í riðli 1 og hefur tapað stórt í fyrstu tveimur leikjunum.

Fyrri greinNýjar hraðamyndavélar í Flóahreppi
Næsta greinRangæingarnir afgreiddu Þór/KA