Leituðu manns í Þjórsárdal í nótt

Um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu og Rangárvallasýslu, ásamt sveitum úr Reykjavík og þyrlu Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út til leitar að manni við Háafoss í Þjórsárdal í nótt.

Maðurinn hafði orðið viðskila við félaga sína, en Háifoss er efst í Þjórsárdalnum. Vegna aðstæðna var óskað eftir aðstoð frá þyrlu Landhelgisgæslunnar og fann áhöfn þyrlunnar manninn heilan á húfi á áttunda tímanum í morgun.

Fyrri greinÆgir sótti stig á Krókinn
Næsta greinÖruggur sigur á heimavelli