Leikurinn búinn í hálfleik

Mílan tapaði stórt þegar liðið mætti ÍBV-U í Grill 66 deild karla í handbolta í gærkvöldi. Lokatölur í Vestmannaeyjum urðu 33-18.

Eyjamenn höfðu góð tök á leiknum stærstan hluta leiksins og leiddu með níu mörkum í leikhléi, 15-6. Þeir grænu hertu sig í síðari hálfleik en náðu aldrei að ógna forskoti Eyjamanna og að lokum skildu fimmtán mörk liðin að.

Allir útispilarar Mílunnar komust á blað í leiknum en Eyþór Jónsson og Hannes Höskuldsson voru markahæstir með 4 mörk. Páll Bergsson skoraði 3 og þeir Hólmar Höskuldsson, Birgir Örn Harðarson, Einar Sindri Ólafsson, Trausti Elvar Magnússon, Jóhannes Snær Eiríksson, Ari Sverrir Magnússon og Hjörtur Leó Guðjónsson skoruðu allir 1 mark.

Mílan er í 9. sæti deildarinnar með 3 stig eftir tíu umferðir.

Fyrri greinYfirmáta öruggur heimasigur
Næsta greinNorðangarri í Frystikistunni