Leiktímanum breytt vegna landsleiks í handbolta

Jacoby Ross, leikmaður Þórs. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Vegna undanúrslitaleiks íslenska landsliðsins á Evrópumótinu í handbolta á morgun, föstudag, hefur leikjum í Bónus deild karla sem eru á dagskrá á morgun verið flýtt.

Þannig mun leikur Þórs Þ. og Keflavíkur hefjast kl. 17:00 í íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.

Handboltalandsleikurinn hefst kl. 19:30, þar sem Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum EM.

Fyrri greinAllar þjónustustöðvar Orkunnar fá alþjóðlega umhverfisvottun
Næsta greinÞorrablót og hagyrðingakvöld á Hestakránni