Leikmenn Selfoss kynntir í kvöld

Í kvöld kl. 21 standa Selfyssingar fyrir leikmannakynningu í Hvítahúsinu. Þar verða leikmenn meistaraflokka karla og kvenna á komandi keppnistímabili kynntir.

Kynningin hefst kl. 21:00 eða að loknum seinni leik Real Madrid og Dortmund í Meistaradeildinni sem verður í beinni í Hvítahúsinu.

Einnig verður kynning á stuðningsmannaklúbbi deildarinnar og skráning í klúbbinn auk þess sem verðlaun verða afhent í vorleik Selfossgetrauna.

Boltatilboð á barnum og eftir kynninguna verður Forsetabarinn opinn fram á nótt með lifandi tónlist.

Stuðningsmenn Selfoss eru hvattir til að mæta.

Fyrri greinNotkunarmöguleikar Landeyjahafnar óviðunandi
Næsta greinArsenalmenn fögnuðu stórafmæli