Leikmannakynning í kvöld

Í kvöld kl. 20:30 verður leikmannakynning á leikmönnum meistaraflokks karla og kvenna hjá knattspyrnuliði Selfoss í Tryggvaskála.

Bæði þessi lið leika nú í Pepsideild í sumar og er því mikil eftirvænting fyrir tímabilinu.

Dagskrá kvöldsins hefst með Pub quiz spurningakeppni um knattspyrnu á Suðurlandi en kl. 21:30 hefst leikmannakynningin. Í millitíðinni verður boðið upp á léttar veitingar í boði Kaffi Krúsar.

Allir stuðningsmenn Selfossliðsins eru velkomnir og aðgangur að sjálfsögðu ókeypis.