Leikmannakynning hjá Selfoss í kvöld

Knattspyrnudeild Selfoss heldur leikmannakynningu í Tryggvaskála í kvöld auk þess sem þjálfarar fara yfir komandi sumar og Ari Eldjárn skemmtir.

Dagskráin hefst kl. 21 og eru allir velkomnir. Gissur Jónsson, getraunastjóri, mun veita verðlaun fyrir góðan árangur í tippleik vetrarins og svo munu þjálfarar meistaraflokka Selfoss; Logi Ólafsson, Auðun Helgason og Björn Kristinn Björnsson fara yfir komandi sumar. Að því loknu mun Ari Eldjárn stíga á stokk með uppistand.

Allir eru velkomnir og eru stuðningsmenn Selfoss hvattir til að taka sem flesta gesti með sér.