Leikmannahópur Hamars stækkar 

Hamarsmenn halda áfram að styrkja blaklið sitt í meistaraflokki karla fyrir komandi leiktímabil en félagið hefur nú gengið frá samningi við Jakub Madeij.

Madeij sem er 21 árs gamall er fæddur í Póllandi. Hann spilaði þar upp alla yngri flokka en hefur síðastliðin tvö ár leikið í Þýskalandi með Cemie-Volley við góðan orðstír. Madeij er 181 cm á hæð og gríðarlega sterkur varnarlega.

Í tilkynningu frá Hamri segir að Madeij hafi langið að koma til Íslands til að upplifa eitthvað nýtt og sé hann frábær viðbót við ört stækkandi leikmannahóp félagsins en bæði stjórn og leikmenn ætla sér stóra hluti næsta vetur. Hamar mun tefla fram þremur liðum í meistaraflokki í blaki á komandi leiktíð. Tveimur karlaliðum og einu kvennaliði.

Fyrri greinUppbygging framundan í Hlíðarhaga
Næsta greinÁrborg semur við Íslenska gámafélagið