Leikmaður ársins framlengir

Ingvi Rafn Óskarsson. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ingvi Rafn Óskarsson hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss um tvö ár og mun hann því spila með liðinu út tímabilið 2025 hið minnsta.

Ingvi spilaði sína fyrstu meistaraflokksleiki fyrir Selfoss sumarið 2013 en síðan þá eru leikirnir orðnir um 150 talsins.

Hann fékk á dögunum viðurkenningu á lokahófi knattspyrnudeildar sem besti leikmaður tímabilsins. Ingvi lék 26 leiki í sumar og skoraði tvö mörk en vinnusemin, kraftinn og dugnaðinn vantaði aldrei, ekki frekar en fyrri tímabil Ingva hjá Selfoss.

Ingvi hefur æfingar ásamt félögum sínum í meistaraflokki á morgun undir stjórn nýs þjálfara, Bjarna Jóhannssonar.

Fyrri greinSpenningur fyrir söngkeppninni í kvöld
Næsta greinGísli Freyr sigraði í Söngkeppni NFSu