Leik KFR og Sindra frestað vegna eldgossins

Búið er að fresta leik KFR og Sindra sem átti að fara fram í C deild Lengjubikars karla í dag.

Leikurinn átti að fara fram á Selfossi en vegna eldgossins í Eyjafjallajökli geta leikmenn Sindra ekki keyrt á leikstað.

Því hefur verið ákveðið að fresta leiknum um óákveðinn tíma.

Sindri er með fjögur stig eftir tvo leiki í Lengjubikarnum en KFR er án stiga eftir einn leik.

Þetta kemur fram á fotbolti.net

Fyrri greinDró úr gosinu undir morgun
Næsta greinSést ekki á milli stika