Leik ÍBV og Selfoss frestað

Leik ÍBV og Selfoss í Pepsi-deild karla í knattspyrnu hefur verið frestað þar til á morgun. Ferðir Herjólfs hafa fallið niður í dag vegna ölduhæðar.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 16:00 í dag en vegna ölduhæðar þurfti Herjólfur að fella niður ferðir sínar klukkan 11:30 til Landeyjarhafnar og 13:00 til Vestmannaeyja.

Lið Selfoss átti að fara til Eyja klukkan 13:00 og þar sem mikil óvissa er með aðrar ferðir Herjólfs í dag hefur leiknum nú verið frestað.

Hann mun fara fram klukkan 18:00 á morgun á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Fyrri greinTjöld fuku í Landmannalaugum
Næsta greinBætti 30 ára gamalt héraðsmet