Leiðtogasólarhringur á Laugarvatni

Fimmtán ungmenni tóku þátt í verkefni á vegum ungmennaráðs Ungmennafélags Íslands sem haldið var á Laugarvatni á dögunum.

Verkefnið bar heitið Leiðtogasólarhringur en ungmennaráðið hafði veg og vanda að dagskránni. Fimmtán ungmenni mættu til leiks og óhætt að segja að verkefnið hafi tekist vel í alla staði.

Fjórir þeirra komu af sambandssvæði HSK, þar á meðal Rakel Óskarsdóttir á Hellu sem nýverið tók sæti í ungmennaráði UMFÍ.

Fyrri greinNíu sækja um stöðu framkvæmdastjóra hjúkrunar
Næsta greinDanskir skógtækninemar í verknámi á Suðurlandi