Laus sæti í Arsenalferð

Þrjú sæti eru laus þegar sunnlenskir Arsenalmenn halda í víking til Lundúna í byrjun mars.

Þar verður farið á leik Arsenal gegn Sunderland, farið út á föstudegi og komið heim á sunnudagskvöldi.

“Magnaður hópur, mögnuð ferð og nú er að hrökkva eða stökkva,” segir Kjartan Björnsson, fararstjóri, sem gefur nánari upplýsingar um ferðina.