Laugdælir í undanúrslit

Laugdælir eru komnir í undanúrslit í 2. deild karla í körfuknattleik eftir 83-73 sigur á Leikni í dag. Árborg leikur um 5. sætið eftir tap gegn Álftanesi, 94-80.

Ljóst var fyrir leik Laugdæla og Leiknis að sigurliðið myndi sigra í A-riðlinum. Laugdælir höfðu betur og mæta því Álftanesi kl. 10 í fyrramálið. Í hinum undanúrslitaleiknum mætast ÍG og Leiknir. Sigurliðin í þessum leikjum komast upp í 1. deild og leika um deildarmeistaratitilinn kl. 16 á morgun í Iðu.

Árborg mun leika um 5. sætið gegn Félagi Litháa kl. 12 á morgun í Iðu. Árborg tapaði fyrir Álftanesi síðdegis í dag, 94-80, þar sem Álftnesingar leiddu allan tímann. Bragi Bjarnason var stigahæstur hjá Árborg með 19 stig og 10 fráköst, Ólafur Guðmundsson skoraði 15, Jóhannes Bjarmi Skarphéðinsson 12 og Óskar Atli Rúnarsson 10.

Fyrri greinStórsigur Selfosskvenna í Grafarvogi
Næsta greinVindur færist til vesturs