Laugdælir úr leik

Laugdælir eru úr leik í Powerade bikar karla í körfubolta eftir 91-56 tap gegn úrvalsdeildarliði Grindavíkur í kvöld.

Liðin mættust í Grindavík og höfðu heimamenn undirtökin í fyrri hálfleik. Staðan var 57-33 í hálfleik. Laugdælir klóruðu í bakkann í 3. leikhluta en Grindvíkingar voru sannfærandi undir lokin og juku forskotið í 35 stig.

Anton Kárason skoraði 25 stig fyrir Laugdæli og Jón H. Baldvinsson 13. Bjarni Bjarnason var með 9 stig, Sigurður Hafþórsson og Helgi Hrafn Ólafsson 3.