Laugdælir og Hamar áfram

Laugdælir og Hamar eru komin í 16-liða úrslit Powerade-bikars karla í körfubolta eins og Þórsarar sem lögðu FSu.

Hamar vann auðveldan sigur á Reyni í Sandgerði 40-97 á föstudagskvöld og á sama tíma unnu Laugdælir Leikni í hörkuleik á Laugarvatni, 80-73. Bjarni Bjarnason var atkvæðamestur Laugdæla með 18 stig en Jón Baldvinsson skoraði 16 og Pétur Már Sigurðsson 15.

Þá mættust Hekla og Ármann á Hellu einnig á föstudagskvöld þar sem gestirnir fóru með sigur af hólmi, 52-96.