Laugdælir mættu ofjörlum sínum

Kvennalíð Laugdæla tapaði í dag fyrir Njarðvík í 16-liða úrslitum Powerade bikarsins í körfubolta, 94-49.

Njarðvíkingar voru mun sterkari í leiknum þó að Laugdælir hafi byrjað ágætlega. Staðan í hálfleik var 60-31 fyrir Njarðvík og bilið breikkaði enn frekar í síðari hálfleik þar sem Laugdælir skoruðu aðeins 18 stig.

Salbjörg Sævarsdóttir var stigahæst Laugdæla með 29 stig, Hafdís Ellertsdóttir skoraði 11, Elma Jóhannsdóttir 7 og Sigrún Soffía Sævarsdóttir 2.