Laugdælir lágu í Borgarnesi

Laugdælir töpuðu 99-64 þegar þeir heimsóttu Skallagrím í kvöld í 1. deild karla í körfubolta.

Skallagrímur var sterkari aðilinn frá upphafi leiks og leiddi í hálfleik 56-29. Munurinn jókst enn frekar í 3. leikhluta en leikurinn var jafn í síðasta fjórðungnum.

Pétur þjálfari Sigurðsson var stigahæstur Laugdæla með 18 stig og Bjarni Bjarnason skoraði 16.

Laugdælir er eitt fjögurra liða í þéttum botnpakka deildarinnar en þeir geta náð nokkurri viðspyrnu leggi þeir botnlið Ármanns á Laugarvatni nk. miðvikudagskvöld.