Laugdælir kjöldregnir í Kópavogi

Laugdælir fengu slæma útreið þegar þeir heimsóttu Breiðablik í 1. deild karla í körfubolta í kvöld. Blikar sigruðu 117-68.

Heimamenn gerðu út um leikinn í fyrsta leikhluta þegar þeir skoruðu 43 stig gegn 11. Staðan var 63-33 í hálfleik.

Munurinn jókst enn frekar í síðari hálfleik og var 49 stig þegar upp var staðið, 117-68.

Jón H. Baldvinsson var stigahæstur hjá Laugdælum með 25 stig og 11 fráköst. Bjarni Bjarnason skoraði 11 stig en aðrir minna.