Laugdælir í góðri stöðu

Laugdælir eru í góðri stöðu eftir tvo sigra í úrslitakeppni 2. deildar karla í körfuknattleik. Leik Laugdæla og Félags Litháa var að ljúka með 84-58 sigri Laugdæla.

Laugdælir voru mun sterkari í leiknum og leiddu í hálfleik 39-23. Yfirburðirnir héldu áfram í síðari hálfleik og munurinn varð að lokum 26 stig.

Bjarni Bjarnason var stigahæstur Laugdæla með 23 stig. Kristinn Ólafsson skoraði 12, Sigurður Orri Hafþórsson 11 og Anton Kárason 10.

Síðasti leikur Laugdæla í riðlakeppninni er kl. 17 í dag í Vallaskóla. Þá mæta Laugvetningar Leikni sem unnu HK í morgun.

Fyrri greinNaumt tap hjá Árborg
Næsta greinEldingahætta í 30-40 km fjarlægð