Laugdælir fá Snæfell í heimsókn

Í dag var dregið í 32-liða úrslit Poweradebikars karla í körfubolta. Laugdælir sem leika í 2. deildinni fá úrvalsdeildarlið Snæfells í heimsókn.

FSu heimsækir 2. deildarlið Aftureldingar í Mosfellsbæinn og Hamar ferðast suður með sjó og heimsækir 2. deildarlið Reynis í Sandgerði

Þá fara Þórsarar í ferðalag austureftir Suðurkjördæmi og spila gegn 2. deildarliði Sindra á Hornafirði.

Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram 1.-3. nóvember næstkomandi.

Fyrri greinHamar A og Hrunamenn hraðmótsmeistarar
Næsta greinStofnuð verða Hollvinasamtök Reykjalundar