Laugdælir fá KR-b

Í dag var dregið á skrifstofu KKÍ í 64-liða úrslit Powerade-bikarkeppni karla.

Félög í Iceland Express-deild karla og 1. deild karla koma inní 32-liða úrslit.

41 lið var skráð til leiks og fara 19 þeirra í 64-liða úrslit.

Laugdælir fá heimaleik gegn KR-b og Umf. Katla leikur á útivelli gegn Haukum-b.

Leikið verður dagana 11.-14. nóvember.