Laugdælir fá Ármann heima

Í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit í Poweradebikar karla og kvenna í körfubolta. Karlalið Laugdæla fær Ármann heima.

Hjá körlunum dróst Hamar á útivöll gegn KR og Þór Þ heimsækir Hauka. Laugdælir eiga ágæta möguleika á að komast í 8. liða úrslit en þeir fá Ármenninga í heimsókn á Laugarvatn.

Kvennalið Hamars tekur á móti Val og Laugdælakonur fá Njarðvík í heimsókn.

Leikirnir fara fram á tímabilinu 3.-6. desember nk.