
Keppendur frá taekwondodeild Selfoss náðu góðum árangri á bikarmóti í formum sem haldið var í íþróttahúsi Seljaskóla síðastliðinn laugardag.
Laufey Ragnarsdóttir vann gullverðlaun í einstaklings formum og hún tók einnig gull í para formum með Úlfi Darra Sigurðssyni. Það toppaði síðan daginn hjá Laufeyju að vera valin kona mótsins.
Úlfur Darri vann silfurverðlaun í einstaklings formum og gullverðlaun í hópa formum ásamt þeim Lofti Guðmundssyni og Veigari Elí Ölverssyni.

