Lárus tryggði KFR dramatískan sigur

Knattspyrnufélag Rangæinga vann góðan sigur á Leikni Fáskrúðsfirði á útivelli í 3. deild karla í knattspyrnu í dag. Lokatölur urðu 1-2.

Heimamenn komust yfir á 20. mínútu og leiddu í leikhléinu, 1-0. Í síðari hálfleik skoruðu Rangæingar síðan tvö mörk, Hjörvar Sigurðsson jafnaði metin úr vítaspyrnu á 74. mínútu og Lárus Viðar Stefánsson tryggði svo KFR sigurinn með marki þegar ein mínúta var eftir af leiknum.

KFR varð þannig fyrsta liðið til að leggja Leikni að velli á heimavelli í sumar en heimavöllur Leiknis á Búðagrund er erfiður heim að sækja og töpuðu Leiknismenn þar síðast í byrjun júlí í fyrra.

Rangæingar eru áfram í 7. sæti deildarinnar, nú með 9 stig.

Fyrri greinKristinn fjórði á nýju héraðsmeti
Næsta greinBragi ráðinn þjálfari Hamars