Lárus tekur við Þórsliðinu

Lárus fagnar sigri með fyrrum félögum sínum hjá Þór Akureyri. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Rangæingurinn Lárus Jónsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Þórs í Þorlákshöfn og mun hann þjálfa meistaraflokk félagsins, sem og yngri flokka.

Hafnarfréttir greina frá þessu.

„Mér líst rosalega vel á að taka við Þórsliðinu. Liðið er búið að vera stöðugt í efstu deild síðustu ár með góðan kjarna af heimastrákum og mikill metnaður í stjórn til þess að ná árangri. Með samstillu átaki bæjarbúa þá er ég ekki í nokkrum vafa um að við getum búið til mjög skemmtilega stemmningu í körfuboltabænum Þorlákshöfn,“ segir Lárus í samtali við Hafnarfréttir.

Lárus þjálfaði síðast Þór Akureyri en sagði upp samningi sínum þar í gær. Auk þess hefur hann þjálfað Breiðablik og Hamar en hann var lengi vel leikmaður Hamars.

Fyrri greinElsti Sunnlendingurinn 102 ára í dag
Næsta greinSkoða sameiningu sveitarfélaga milli Þjórsár og Gígjukvíslar