Lárus með eina mark Ægis

Ægismenn töpuðu fyrir ÍH í B-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu, 1-4, þegar liðin mættust á Selfossvelli í kvöld.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en ÍH var á undan að skora. Lárus Arnar Guðmundsson, varafyrirliði Ægis, sýndi síðan sína alkunnu sömbutakta þegar hann jafnaði á glæsilegan hátt fyrir Ægi.

Staðan var 1-1 í hálfleik en í síðari hálfleik voru það Hafnfirðingarnir sem reyndust sterkari og bættu við þremur mörkum.

Fyrri greinLeitin að einkennilegasta örnefninu
Næsta greinÁfram fullur vilji fyrir kísilverksmiðju í Þorlákshöfn