Lárus líka með kvennaliðið

Körfuknattleiksdeild Hamars hefur samið við Lárus Jónsson um að þjálfa kvennalið félagsins næstu tvö árin.

Lárus tekur við liðinu af Ágústi Björgvinssyni sem hefur þjálfað það undanfarin tvö tímabil með góðum árangri. Undir stjórn Ágústs lék liðið til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í fyrra og tryggði sér síðan deildarmeistaratitilinn í vor.

Lárus mun því þjálfa báða meistaraflokka Hamars en hann tók við þjálfun karlaliðsins í lok apríl.

Fyrri greinNýir félagar velkomnir
Næsta greinSunnlenska deildin fær nýtt nafn