Stokkseyringar töpuðu fimmta leiknum í röð í 5. deild karla í knattspyrnu þegar þeir heimsóttu BF 108 á Víkingsvöllinn í Reykjavík í kvöld.
BF 108 komst í 3-0 í fyrri hálfleik en Einar Ísak Friðbertsson minnkaði muninn í 3-1 á 40. mínútu. Heimamennirnir áttu lokaorðið í fyrri hálfleik og staðan var 4-1 í hálfleik.
Seinni hálfleikurinn var öllu tíðindaminni. Hafþór Berg Ríkharðsson minnkaði muninn í 4-2 um hann miðjan og þær urðu lokatölur leiksins.
Stokkseyringar voru fallnir niður í utandeildina fyrir leik kvöldsins en þeir eru neðstir í B-riðli með 6 stig, þegar ein umferð er eftir.

