Langbesti árangur Íslands á Evrópumóti áhugakylfinga

(F.v.) Heiðrún Anna, Saga, Andrea og Hulda Clara skipuðu kvennalandslið Íslands á Evrópumóti áhugakylfinga. Ljósmynd/golf.is

Heiðrún Anna Hlynsdóttir og félagar hennar í kvennalandsliði Íslands í golfi urðu í 8. sæti á Evrópumóti áhugakylfinga sem lauk á Upsala golfvellinum í Svíþjóð í gær.

Þetta er langbesti árangur Íslands frá upphafi á þessu móti. Ísland lék gegn Spáni í leik um 7. sætið og tapaði 3-0. Saga Traustadóttir og Andrea Bergsdóttir töpuðu 2/1 í fjórmenningsleiknum, Hulda Clara Gestsdóttir tapaði 4/2 og Heiðrún Anna tapaði 6/5.

Íslenska liðið endaði í 8. sæti í forkeppninni þar sem liðið lék á 221 höggi samtals eða +5.

Lokastaðan:

1. Svíþjóð
2. Þýskaland
3. Danmörk
4. Sviss
5. Ítalía
6. Frakkland
7. Spánn
8. Ísland
9. Tékkland
10. Holland
11. Belgía
12. Slóvakía

Fyrri greinHamar kláraði riðilinn með sigri
Næsta greinTilkynnti Neyðarlínu að ferðafélagarnir hefðu rænt sér