Langþráður sigur hjá Hamri

Kvennalið Hamars vann mikilvægan og langþráðan sigur í Domino’s-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Breiðablik á útivelli í kvöld, 43-66.

Fyrsti leikhlutinn var jafn en Hamar tók af skarið í 2. leikhluta og tryggði sér 25-35 forystu í hálfleik. Hvergerðingar voru svo mun sterkari í síðari hálfleik og lönduðu öruggum sigri en Hamar hélt Blikum undir 9 stigum í báðum leikhlutum síðari hálfleiks.

Sydnei Moss var besti maður vallarins og skoraði 24 stig. Salbjörg Sævarsdóttir skoraði 20 stig og tók 11 fráköst, Heiða B. Valdimarsdóttir skoraði 12 stig, Þórunn Bjarnadóttir 7 og Sóley Guðgeirsdóttir 3.

Hamarskonur eru áfram í 7. sæti en eru nú með sex stig og hafa fjögurra stiga forystu á Breiðablik sem er í botnsætinu.

Fyrri grein33 milljónir króna í fjárhagsaðstoð
Næsta greinSilja Dögg: Það er kominn tími til að tengja