Landsmótseldurinn kveiktur á Selfossi

Birta Sif Sævarsdóttir, fyrirliði stúlknalandsliðs Íslands í hópfimleikum, kveikti landsmótseldinn. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Unglingalandsmót UMFÍ 2022 var sett við hátíðlega athöfn á Selfossvelli í kvöld. Keppni á mótinu hófst í morgun og lýkur á sunnudag.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, fluttu ávörp á mótssetningunni en það var Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, sem setti mótið.

Már Gunnarsson og Íva Marín Adrichem fluttu tónlist, sem og Gnúpverjarnir Þórkatla Loftsdóttir og Eyrún Huld Ingvarsdóttir, sem sungu og spiluðu Ísland er land þitt. Tónlistarkonan Bríet sló svo botninn í samkomuna.

Keppni á mótinu heldur áfram á morgun en tæplega eittþúsund keppendur taka þátt í Unglingalandsmótinu í yfir tuttugu íþróttagreinum.

Fyrri greinStór skjálfti í Mýrdalsjökli
Næsta greinLíf og fjör á Unglingalandsmóti