Landsmót í skólaskák á Selfossi

Landsmótið í skólaskák 2015 hefst í kvöld í Fischersetrinu á Selfossi en því lýkur á sunnudag. Fyrsta umferð hefst í kvöld kl. 20:00 með því að framkvæmdastjóri Árborgar leikur fyrsta leikinn.

Keppt er í eldri flokki (8.-10. bekk) og yngri flokki (1.-7.bekk). Keppendur koma víðs vegar að frá landinu og margir af efnilegustu skákmönnum landsins taka þátt. Þar á meðal Vignir Vatnar Stefánsson Kópavogi og Jón Kristinn Þorgeirsson Akureyri sem sigruðu á mótinu í fyrra. Fulltrúar Suðurlands eru Almar Máni Þorsteinsson og Katla Torfadóttur en þau koma bæði frá Hellu.

Dagskráin er nokkuð stíf, teflt verður á morgnana, eftir hádegi og sum kvöldin, en loka skákirnar verða tefldar að morgni sunnudagsins 3. maí og eftir hádegið fer fram afhending verðlauna.

Áhorfendur eru velkomnir.

Fyrri greinHafnaði tilboði í tvær lóðir
Næsta greinSigurbjörn Árni setti Íslandsmet