Landsmót 50+ í Vík

Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldið í Vík í Mýrdal sumarið 2013.

Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, tilkynnti þetta í setningarræðu Unglingalandsmótsins á Selfossi í kvöld.

Þetta verður í þriðja sinn sem Landsmót 50+ verður haldið en Ungmennasamband Vestur-Skaftfellinga sótti um mótið í samvinnu við Mýrdalshrepp.

Það er því ljóst að mikið íþróttasumar er framundan á Suðurlandi á næsta ári því Landsmót UMFÍ verður haldið á Selfossi næsta sumar.