Landsmót 50+ á Hvammstanga

Fyrsta landsmót UMFÍ 50 ára og eldri verður haldið á Hvammstanga í sumar.

Tvær umsóknir bárust um mótið, frá Vestur Húnvetningum og Skarphéðinsmönnum sem sóttu um með Hellu sem mótsstað, í samvinnu við Rangárþing ytra og Ásahrepp.

Mótið er sérstaklega ætlað einstaklingum 50 ára og eldri. Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennafélags Íslands og USVH í samstarfi við sveitarfélagið Húnaþing vestra. Samstarfsaðilar eru Félag áhuga fólks um íþróttir aldraðra, FÁÍA, og Landssamband eldri borgara.

Fyrri greinStefnt að því að ráða um 20 manns
Næsta greinArnar Snær íþróttamaður ársins