Landsliðsfólkið áritar í Tíbrá

Miðvikudaginn 30. desember kl 18.00 kemur atvinnu- og landsliðsfólk knattspyrnudeildar Selfoss í heimsókn í félagsheimilið Tíbrá á íþróttavellinum við Engjaveg.

Þar sem þau munu taka á móti knattspyrnukrökkum og eru allir krakkar á Selfossi og úr nágrannasveitarfélögum hvattir til að mæta og hitta þau Viðar Örn Kjartansson, Guðmund Þórarinsson, Jón Daða Böðvarsson, Guðmundu Brynju Óladóttur og Dagný Brynjarsdóttir.

Þau munu svara spurningum og árita plaggöt af íslensku landsliðunum.

Fyrri greinHanna og Daníel íþróttafólk ársins í Árborg
Næsta greinMest lesnu íþróttafréttir ársins 2015