Landsleikur á Selfossi í kvöld

U21 árs lið Íslands og Noregs í handbolta mætast í íþróttahúsi Vallaskóla á Selfossi kl. 19:30 í kvöld.

Þetta er síðasti leikur liðanna í þriggja leikja æfingaleikjatörn en liðin léku í Hafnarfirði í gær og í fyrradag. Ísland vann fyrsta leikinn 29-27 en í gær gerðu þau jafntefli, 25-25.

Í liði Íslands eru Selfyssingarnir Ragnar Jóhannsson, Guðmundur Árni Ólafsson og Bjarki Már Elísson. Fjórði Selfyssingurinn, Einar Guðmundsson, er annar þjálfara liðsins.

Bæði lið eru að búa sig úr fyrir undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer 7. – 9. janúar víðsvegar um Evrópu.