Landsbankinn styrkti Selfoss vegna Evrópukeppninnar

Helga afhendir Þóri styrkinn. Ljósmynd/UMFS

Í tilefni þátttöku karlaliðs Selfoss í Evrópukeppninni í handbolta í vetur styrkti Landsbankinn á Selfossi handknattleiksdeildina aukalega um 500.000 krónur vegna þátttöku liðsins í keppninni.

Landsbankinn á Selfossi hefur verið um árabil verið einn aðalstyrktaraðili handknattleiksdeildarinnar.

Selfyssingar komust í 3. umferð EHF-bikarsins í handbolta en féllu úr leik gegn pólska liðinu Azoty-Puławy um síðustu helgi. Áður hafði Selfoss slegið Dragunas frá Litháen og Ribnica frá Slóveníu úr keppni.

Það var Helga Guðmundsdóttir frá Landsbankanum á Selfossi sem afhenti Þóri Haraldssyni, formanni handknattleiksdeildarinnar, styrkinn í hálfleik á leik Selfoss og Fram í síðustu viku.

Fyrri greinGæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Næsta greinBæjarfulltrúar harma niðrandi ummæli þingmanna