Landsbankinn styrkir GOS áfram

Helga, Hlynur og Nína við undirritun samningsins. Ljósmynd/GOS

Síðastliðinn mánudag undirrituðu Hlynur Geir Hjartarson fyrir hönd Golfklúbbs Selfoss og Nína Pálsdóttir og Helga Guðmundsdóttir fyrir hönd Landsbankans, nýjan styrktarsamning.

Landsbankinn hefur um árabil verið einn af öflugustu styrktaraðilum Golfklúbb Selfoss og tekið virkan þátt í mótahaldi sem og stutt vel við uppbyggingu á barna- og unglingastarfi í klúbbnum.

„Það er virkilega ánægjulegt að samstarfið haldi áfram og vill stjórn GOS þakka Landsbankanum kærlega fyrir veittan stuðning á liðnum árum og er afar þakklát með framhaldið,“ segir í tilkynningu frá Golfklúbbi Selfoss.

Fyrri greinDanir sigursælir í Henglinum
Næsta greinGróðursett í Vinaskógi vegna barnaþings