Landsbankinn styður handboltann áfram

Í dag var endurnýjaður samningur handknattleiksdeildar Umf. Selfoss við Landsbankann á Selfossi sem verður áfram einn helsti samstarfsaðili deildarinnar.

Landsbankinn hefur um árabil verið dyggur stuðningsaðili deildarinnar og nær samstarfið bæði til starfsemi meistaraflokka og yngri flokka félagsins.

Handknattleiksfólk á Selfossi hlakkar til áframhaldandi góðs samstarfs við bankann. Sem fyrr byggir starf deildarinnar á góðum stuðningi samstarfsaðila félagsins og því er mikill akkur í samstarfi við öflugt fyrirtæki á borð við Landsbankann.

Fyrri greinInnbrotsþjófur setti þvottavél á hliðina
Næsta greinLenti á hvolfi úti í skurði