Landsbankinn aðal styrktaraðili Brúarhlaupsins

Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss og Landsbankinn á Selfossi hafa undirritað samstarfssamning í tengslum við Brúarhlaup Selfoss í ár.

Í samstarfinu felst m.a. að Landsbankinn verður aðal styrktar- og stuðningsaðili hlaupsins.

Þessi samningur skiptir miklu máli fyrir Brúarhlaup Selfoss og framkvæmd þess og styrkir Frjálsíþróttadeildina við undirbúning og framkvæmd hlaupsins, að sögn Helga S. Haraldssonar formanns deildarinnar.

Landsbankinn hefur verið stuðningsaðili deildarinnar vegna framkvæmdar á Brúarhlaupinu sl. fimm ár og skiptir stuðningur bankans deildina miklu máli. Landsbankinn útvegar aðstöðu við skráningu, upphitun og fleira á hlaupdag auk þess sem margir starfsmenn Landsbankans starfa við hlaupið.

Fyrri greinMarkús hljóp um öll fjöll
Næsta greinHarður árekstur undir Ingólfsfjalli