Lakið áfram hreint hjá Ægismönnum

Dimitrije Cokic og félagar í Ægi eru komnir upp í Lengjudeildina. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ægir hefur haldið hreinu í fyrstu fimm leikjunum í 2. deild karla í knattspyrnu. Ægir vann mikilvægan sigur á Haukum í kvöld á Ásvöllum í Hafnarfirði.

Dimitrije Cokic skoraði eina mark leiksins á 25. mínútu og þar við sat, lokatölur 0-1.

Ægir og Völsungur eru í efstu sætum deildarinnar með 13 stig en Völsungar eru ofar með fleiri mörk skoruð.

Fyrri greinAnnar sigur Árborgar í höfn
Næsta greinBrennuvargar í Gallerý Listaseli