Kynntu sér íþróttastarf í Árósum

Um miðjan október fór fimmtán manna hópur frá Umf. Selfoss, HSK, UMFÍ, Golfklúbbi Selfoss og Sveitarfélaginu Árborg í heimsókn til Árósa í Danmörku.

Heimsóknin var liður í evrópsku samstarfsverkefni þar sem löndin heimsækja hvort annað.

Meginmarkmið verkefnisins er að fá nýjar hugmyndir og aðferðir til að vinna með ungu fólki í íþróttum, m.a. til að draga úr brottfalli og fá fleiri börn til að stunda íþróttir. Einnig að bæta gæði í starfi og gera það skilvirkara, ásamt því að byggja brýr milli sambærilegra stofnana í Aarhus og Árborg til frekari samskipta og aukinnar þekkingar.

Stíf dagskrá var alla ferðina með fjölda fyrirlestra um ýmislegt er tengist starfi héraðssambandinu DGI Østjylland og aðildarfélaga þess. Íþróttamannvirki og stofnanir voru heimsóttar og fulltrúar íþróttagreina fengu kynningar hjá sambærilegum félögum í Árósum.

Seinni liður verkefnisins er á dagskrá í lok nóvember næstkomandi en þá koma Danirnir í heimsókn á Selfoss. Allur kostnaður vegna verkefnisins er greiddur með Erasmus+ styrk frá Evrópu unga fólksins.

Fyrri greinGuðmundur stóð sig vel í Brighton
Næsta greinMyrkrinu fagnað í Þorlákshöfn