Kynningartilboð fyrir sunnlenska hjólara

Sunnlenska.is í samvinnu við Gullhringinn hjólreiðamótið á Laugarvatni 12. júlí býður nú sunnlenskum hjólreiðamönnum sérstakan “nágranna” afslátt á skráningargjaldið.

Keppnin sem er uppá þrjár mismundandi vegalengdir er búinn til með það í huga að allir ættu að geta fundið vegalengd við sitt hæfi.

Skráningar og nánari upplýsingar eru inná síðunni www.hjolamot.is. Þegar fyllt er út í skráninguna fyrir Gull eða Silfurhringinn þá merkið þið inn #gullhr14 í reitinn „Afsláttarkóði“ þá fer verðið úr 5.500 í 4.000 kr. Tilboðið gildir til 1. júlí nk.

Gullhringurinn er þriðja stærsta keppnin sem haldin er á árinu á eftir Bláalóns þrautinni og WOW keppninni.

Allt um keppnina á hér.

Fyrri greinSveitarfélagið kaupir Hallskot
Næsta greinPartí í poka